Þórhalli Jósepssyni fréttamanni á Ríkisútvarpinu (RÚV) hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu fyrir að vera höfundur bókar um Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem kemur út á næstu vikum.

Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins en í uppsagnarbréfinu er ástæðan m.a. sögð trúnaðarbrestur.

Þá kemur einnig fram að Þórhalli hafi verið boðið að segja sjálfur upp störfum á föstudag en því hafnaði hann.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er trúnaðarbresturinn sagður hafa falist í því að hvorki Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, né aðrir á fréttastofunni vissu að Þórhallur var að skrifa bók um Árna M. Mathiesen.

Sjá frétt mbl.is