Rekstrarniðurstaða Garðabæjar á síðasta ári var jákvæð um 611,3 milljónir króna, samkvæmt nýbirtum ársreikningi bæjarfélagsins. Eigið fé í árslok nam um 8,5 milljörðum króna.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2010 námu 5.770 milljónum króna. Útsvar í Garðabæ var 12,46% á síðasta ári, en lögbundið hámark er 13,28%.

Rekstrargjöld Garðabæjar á síðasta ári voru rúmlega 5 milljarðar króna. Þar af námu laun og launatengd gjöld um 2,4 milljörðum króna.