Íslenska fyrirtækið ReMake Electric hefurundirritað samning við norska heildsalann Malthe Winje um dreifingu á mælibúnaði frá ReMake í  Noregi. Samningurinn felur í sér einkasamstarf á Noregsmarkaði þar sem Malthe Winje hefur vörur frá ReMake til sölu í öllum verslunum og útibúum í Noregi. ReMake hefur gert sambærilegan samning við Malthe Winje í Svíþjóð, að því er fram kemur í tilkynningu.

ReMake framleiðir mæli- og hugbúnað til eftirlits og greiningar á orkunotkun og -álagi í byggingum.

Malthe Winje er stofnað árið 1922 og er með starfsemi í 7 löndum í Evrópu og Asíu. Malthe Winje seldi upphaflega háspennulausnir en hefur síðan 1980 aukið sitt vöruúrval með lausnir fyrir hússtjórnun og upplýsingatækni.