Í kjölfar árangurs umbótaáætlunar sem fyrirtækið setti í gang fyrir ári síðan, hefur fréttastofan Reuters tilkynnt fyrstu hækkun arðs í fimm ár, segir í frétt Financial Times.

Arðgreiðslur fyrirtækisins hækkuðu úr 3,85 pensum í 4,1 pens, en hækkunin kom flestum nokkuð á óvart, segir í fréttinni.

Hlutabréf í Reuters hækkuðu um 5% á hlut við tilkynninguna, en hlutabréf í fyrirtækinu höfðu fallið um 19% síðan í febrúar.