Thomson Reuters fréttastofan hyggst segja upp um 140 blaðamönnum á næstunni en samkvæmt fréttavef BBC er það hluti af hagræðingu í rekstri fjölmiðlasamsteypunnar.

Þá segir BBC að búast megi við því að allt að 1.500 manns verði sagt upp á árinu. Það hefur þó ekki fengist staðfest og segir talsmaður Thomson Reuters að frekari ákvarðanir verði teknar um það síðar.

Þetta er þó aðeins lítill hluti starfsmanna en um 50.000 manns starfa hjá félaginu.