Tímaritið Print Magazine hefur útnefnt hönnunarstofuna Reykjavík Letterpress sem næstbestu „letterpress“ prentsmiðju heims. Reykjavík Letterpress var stofnað haustið 2010 og er i eigu grafísku hönnuðanna Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur.

„Letterpress“ prentun er aldagömul prentaðferð sem litið er á sem nokkurs konar listfom í dag. Print Magazine er eitt vinsælasta tímarit heims þegar kemur að grafískri hönnun og þykir viðurkenning blaðsins skipta fyrirtæki í geiranum máli.