Nýlega birtist ferðaúttekt bresku póstþjónustunnar, Post Office Travel Money , þar sem greint er frá því hvaða borgir eru dýrastar og ódýrastar í Evrópu árið 2016.

Í úttektinni voru teknar saman 12 verðupplýsingar um 35 evrópskar borgir og þær flokkaðar í röð eftir verði. Meðal þeirra verðaupplýsinga sem teknar voru saman voru þriggja rétta máltíð með vínflösku, tveggja nótta gisting á þriggja stjörnu hóteli fyrir tvo fullorðna og ferðakostnaður.

Í úttektinni kom fram að tveggja nótta gisting í Reykjavík kostar að meðaltali 130 bresk pund, flugvallarúta 17 pund, tveggja daga rútupassi 12,15 pund, þriggja rétta máltíð fyrir tvo með vínflösku 94,71 pund, kaffi 3,34 pund, bjór 5,47 pund, kókglas 2,43 pund og vínglas 8,5 pund.

Hér fyrir neðan er listi yfir þrettán dýrustu borgir Evrópu að mati bresku póstþjónustunnar.

13. Brussel, Belgía

12. París, Frakkland

11. Helsinki, Finnland

10. Barcelona, Spánn

9. Feneyjar, Ítalía

8. Kaupmannahöfn, Danmörk

7. London, Bretland

6. Amsterdam, Holland

5. Genf, Sviss

4. Dublin, Írland

3. Osló, Noregur

2. Reykjavík, Ísland

1. Stokkhólmur, Svíþjóð