Reykjavíkurborg fær sent jólatré frá Ósló. Þetta var ákveðið á fundi verslunarráðs borgarinnar í gær. Fabian Stang, borgarstjóri, Oslóborgar, segist ekki hafa gert sér grein fyrir vinsældum Óslóartrésins. Ákvörðun um að hætta að gefa íbúum Rotterdam jólatré stendur hins vegar.

RÚV greinir frá og vísar í frétt á vef Oslobyen í dag. Þar segir að Íslendingar geti því haldið þjóðhátíðardaginn hátíðlegan vitandi að þeir fái norskt jólatré frá Ósló eins og hefð hefur verið fyrir síðan 1951. Það verður því tendrað á norsku jólatréi á fyrsta sunnudegi aðventunnar.

Fabian Stang, borgarstjóri Oslóar, segir í samtali við Olslobyen að Íslendingar hafi verið mjög vonsviknir þegar sú ákvörðun var tekin að senda ekki jólatré. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu vinsælt norska tréið var.