Reynir Leóson, sölustjóri fyrirtækja hjá Vodafone.
Reynir Leóson, sölustjóri fyrirtækja hjá Vodafone.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Reynir Leósson hefur tekið við starfi sölustjóra fyrirtækja hjá Vodafone. Áður starfaði Reynir sem framkvæmdastjóri auglýsingaframleiðslu hjá Saga Film um tveggja ára skeið. Fram kemur í tilkynningu um ráðningu Reynis að hann sé öllum hnútum kunnugur hjá Vodafone, þar sem hann starfaði þar sem viðskiptastjóri í tæp fimm ár áður en hann réði sig til starfa hjá Saga Film árið 2011.

„Reynir er kennari að mennt, en eftir að hafa lokið prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005 spilaði Reynir sem atvinnumaður í knattspyrnu hjá Trelleborg í Svíþjóð. Áður hafði hann leikið knattspyrnu með ÍA um árabil og eftir heimkomuna frá Svíþjóð lék hann með Fram og Val við góðan orðstír. Þá hefur hann starfað við þáttagerð í sjónvarpi. Reynir er kvæntur Katrínu Rós Baldursdóttur og eiga þau tvo,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.