Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að reynslan af ríkisrekstri banka hér á landi sé ekki góð.

„Við höfum langa reynslu en ekki góða reynslu af því að ríkið eigi banka því ríkið átti mestallt bankakerfið fram til 1990. Flestir þeir sem hafa skoðað þá sögu eru þeirra skoðunar, og ég líka, að það hafi ekki gefið góða raun og hafi leitt til sóunar á fjármunum. Tveir bankar lentu í vandræðum sem ríkið þurfti að leysa: Útvegsbankinn árið 1987 og Landsbankinn árið 1993. Í báðum tilfellum þurfti að skjóta inn eigið fé til þess að styrkja þá og endurreisa. Ég held að fáir mæli með því að það sé skynsamlegt að ríkið eigi banka og reki þá á einhverjum öðrum óljósum grundvelli,“ segir Yngvi um hugmyndir um samfélagsbanka.

Nánar er rætt við Yngva Örn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .