*

þriðjudagur, 21. september 2021
Erlent 12. apríl 2021 09:33

Ríflega 2 þúsund milljarða yfirtaka

Microsoft á í viðræðum um kaup á gervigreindar- og máltæknifyrirtækinu Nuance Communications fyrir 2.049 milljarða króna.

Ritstjórn
Bill Gates, annar stofnenda Microsoft.
european pressphoto agency

Microsoft á í viðræðum um kaup á gervigreindar- og máltæknifyrirtækinu Nuance Communications. Er kaupverðið talið nema um 16 milljörðum dala, eða sem nemur um 2.049 milljörðum króna. Þetta herma heimildir Reuters.

Miðað við ofangreint kaupverð nemur verðmæti hvers hlutar í Nuance um 56 dölum. Reiknað er með að greint verði opinberlega frá kaupunum fljótlega, jafnvel strax í dag.

Nuance þróaði m.a. raddtæknina sem stafræni aðstoðarmaður Apple, Siri, byggir á. Starfsemi fyrirtækisins spannar hina ýmsu geira - allt frá heilbrigðisgeiranum yfir í bílaiðnaðinn.

Ef af kaupunum verður yrði um að ræða næst stærstu yfirtöku í sögu Microsoft á eftir kaupunum á Linkedin, en Microsoft greiddiríflega 26 milljarða dala fyrir Linkedin.

Stikkorð: Microsoft yfirtaka Nuance