Ný aðalstjórn Kaupthing banka var kosin á aðalfundi bankans síðastlæiðin föstudag. Stjórn bankans lagði einnig til að hluthöfum skuli greiddur arður sem nemur 21% af hagnaði vegna rekstrarársins 2004 sem svarar til fimm króna á hlut. Réttur til arðs miðast við að nafn hluthafa sé skráð í hlutaskrá bankans við lok aðalfundardags. Greiðsla arðs skal fara fram þann 30. mars 2005 (31. mars í Svíþjóð). Að öðru leyti er vísað til ársreiknings bankans um frekari ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum bankans.


Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn félagsis:

Aðalstjórn

1. Sigurður Einarsson ? Íslandi, stjórnarformaður Kaupþings banka hf. (Fyrst kjörinn 2003.)
2. Hjörleifur Jakobsson ? Íslandi, forstjóri Olíufélagsins ehf. (Fyrst kjörinn 2003.)
3. Tommy Persson ? Svíþjóð, forstjóri Länsförsäkringar AB. (Fyrst kjörinn 2002.)
4. Gunnar Páll Pálsson ? Íslandi, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. (Fyrst kjörinn 2001.)
5. Brynja Halldórsdóttir ? Íslandi, framkvæmdastjóri Norvik hf. (Fyrst kjörin 2004.)
6. Finnur Ingólfsson ? Íslandi, forstjóri VÍS. (Fyrst kjörinn 2003.)
7. Ásgeir Thoroddsen ? Íslandi, hrl. (Fyrst kjörinn 2003.)
8. Niels de Coninck-Smith ? Danmörku, forstjóri Ferrosan A/S. (Fyrst kjörinn 2005.)
9. Bjarnfreður Ólafsson ? Íslandi, hdl. (Fyrst kjörinn 2003.)

Eftirtaldir varamenn voru kjörnir:

1. Guðmundur Hjaltason ? Íslandi, forstjóri Kers hf.
2. Hreinn Jakobsson ? Íslandi, forstjóri Skýrr hf.
3. Hannes Smárason ? Íslandi, stjórnarformaður FL Group hf.
4. Antonios P. Yerolemou ? Englandi, stjórnarformaður KFF
5. Jón Þór Hjaltason ? Íslandi, framkvæmdstjóri Ækon ehf.
6. Margeir Daníelsson ? Íslandi, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins
7. Heikki Niemelä ? Finnlandi, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Oyj
8. Þórður Magnússon ? Íslandi, stjórnarformaður Eyris ehf.
9. Panikos J. Katsouris ? Englandi, framkvæmdastjóri Katsouris Brothers Ltd.