ÁTVR hefur nú ríkari heimildir til hafna áfengi vegna um­ búða eða markaðssetningar vörunnar. Þessar auknu heimildir koma fram í breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem Alþingi samþykkti á lokadegi þings­ins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var flutn­ingsmaður.

Helstu breytingarnar eru þær að nú getur ÁTVR hafnað sölu og dreifingu ef umbúðir eða mark­aðssetning gefur til kynna að varan hafi lækninga­eiginleika, feli í sér happdrætti, tilboð eða kaupauka, hvetji til óhóflegrar neyslu áfengis, tengist aðstæðum þar sem neysla áfengis skapar slysahættu eða er refsi­verð og skírskoti eða hvetji til neyslu ólöglegra fíkni­efna.

Enn fremur getur ÁTVR hafnað vöru ef umbúðir eða markaðssetning höfðar sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en 20 ára eða sýni börn eða ungmenni yngri en 20 ára.