Kröfuhafar Arion banka og Íslandsbanka eiga í viðræðum við stjórnvöld um það hvernig megi leysa úr stöðu þeirra án þess að raska fjármálalegum stöðugleika hér á landi. Fari svo að Arion banki og Íslandsbanki verði seldir er hugsanlegt að þeir fari á 150 milljarða króna. Ríkið fengi 14 milljarða króna við söluna.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að 13% hlutur ríkisins í Arion banka væri metinn á 10,5 milljarða króna og 5% hlutur í Íslandsbanka á 3,5 milljarða. Í fréttinni segir að viðmiðunarverðið í viðræðunum sé margfaldarinn 0,55 sinnum eigið fé þeirra.

Kaupendur yrðu lífeyrissjóðir og íslenskir fjárfestar sem myndu greiða fyrir með erlendum eignum sínum.