Hækkun bensíngjalds og kolefnisgjald sem er áætlað um áramótin gæti hækkað lítraverð bensins um 2,22 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og hækkun olíugjald og kolefnisgjalds gæti hækkað lítraverð á dísilolíu um 1,93 krónur. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hlutur opinbera gjalda í bensínverði verður þá eftir breytingar kominn í 56% og í 53% á útsöluverði dísilolíu.

Áfengi verður fært í neðra virðisaukaskattþrep samkvæmt fjárlögum, en talið er að það muni minnka skatttekjur um 3 milljarða króna. Á móti munu koma álika miklar skatttekjur vegna hækkun áfengisgjalda sem mun einnig eiga sér stað um áramót. Heildarskatttekjur vegna áfengisgjalda eru áætlaðar 16,2 milljarðar á næsta ári.