*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 30. júní 2020 16:39

Ríkisbréf fyrir 40-60 milljarða

Ríkissjóður mun gefa út ríkisbréf fyrir 40-60 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra Íslands.
Eyþór Árnason

Ríkissjóður mun gefa út ríkisbréf fyrir 40-60 milljarða íslenskra króna að söluvirði. Með Söluvirði er átt við hreint verð, það er að segja verð með verðbótum án áfallinna vaxta. Fram kemur að markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hve mikið verður selt í hverjum flokki. Frá þess er greint í fréttatilkynningu.

Í ljósi aðstæðna sé líklegt að slaka þurfi á einstökum viðmiðum til að ná meginmarkmiðinu í lánamálum. Meginmarkmiðin séu að tryggja lánsfjárþörf og að fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði til lengri tíma litið, að teknu tilliti til varfærinnar áhættustefnu.

Útgáfa á nýjum óverðtryggðum flokki með gjalddaga árið 2023 var áætlað að gefa út á næsta ári, hins vegar vegna mikillar lánsfjárþarfar ríkissjóðs verður útgáfunni flýtt til þriðja ársfjórðungs 2020.

Fram kemur að lausafjárstaða ríkissjóðs sé traust en óljóst hversu mikið af lánsfjárþörfinni ríkissjóður þarf annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma. Víxlaútgáfa hefur þegar verið aukin og möguleiki er á því að bætt verði við útboðum á ríkisvíxlum umfram það sem fram kemur í útgáfudagatali Lánamála.

Frekari upplýsingar um útgáfur einstakra flokka ríkisbréfa og ríkisvíxla verða birtar tveimur virkum dögum fyrir hvert útboð.