Meðallaunin eru hæst að meðaltali hjá VR eða 474 þúsund krónur á mánuði, 368 þúsund hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur og að meðaltali 352 þúsund krónur hjá SFR, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Athygli vekur að laun opinberra starfsmanna eru um 20% lægri en á almennum markaði.

Fram kemur í tilkynningu um málið, að þegar tekið hefur verið tillit til helstu áhrifaþátta á laun, eins og kyns, aldurs, starfsaldurs, vinnutíma, starfsstéttir, vaktaálag og menntunar starfsstétta þá þyrftu heildarlaun félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkur að hækka um rúm 22% og SFR að hækka um 17,6% til að ná meðallaunum félaga VR. Þá er vakin athygli á að umtalsvert meiri munur á launum kvenna sem starfa hjá opinberum fyrirtækjum og þeim sem starfa á almennum markaði en á launum karla í þessum tveimur geirum. Þannig þyrftu heildarlaun kvenna í SFR að hækka um 21% til að ná meðallaunum kvenna í VR og konur í St.Rv. þyrftu að hækka um 27%. Meðallaun karla í SFR þyrftu hins vegar að hækka um 12% til að ná meðallaunum karla í VR og karlar í St.Rv. þyrftu að hækka um 16%.

Niðurstöður launakönnunarinnar