Íslenska ríkisstjórnin hefur ráðið bresku lögmannsstofuna Lovells til að athuga mögulega kröfu á hendur breskum yfirvöldum vegna aðgerða gegn íslenska fjármálakerfinu.

Þetta kemur fram á vef Financial Times en blaðið segir stofuna eina þá bestu í Lundúnum, hún sé þekkt fyrir harðvítuga lögfræðibaráttur og sé ekki ókunnug stórum málum sem þessum.

Financial Times segir það gefa til kynna að ákvörðun Alister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um að frysta eignir Íslendinga í Bretlandi, sé þar með kominn langt út fyrir hið pólitíska svið.

Þá kemur fram að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi falið Lovell að rannsaka hvernig íslenska bankakerfið verði byggt upp á ný en einnig að kanna hvort grundvöllur sé fyrir hugsanlegu skaðabótamáli gegn breskum yfirvöldum.

Að sögn Financial Times stjórna Richard Brown, eins af eigendum stofunnar, og Joe Bannister, sem er sérfræðingur í gjaldþrotarétti rannsókninni.

Sjá frétt Financial Times.