Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, hefur fengið 6 mánaða leyfi frá störfum til að sinna verkefnum fyrir ríkisstjórnina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Þar kemur fram að verkefni Guðmundar mun felast í að fylgja eftir ákvörðunum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna fjármálahrunsins sl. haust. Hann mun vinna náið með þeim ráðherrum sem helst hafa með þau verkefni að gera, m.a. taka þátt í störfum helstu vinnuhópa á vegum ríkisstjórnarinnar og tryggja upplýsingaflæði frá þeim og stjórnsýslunni í heild.

Við stöðu Guðmundar tekur Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Við stöðu Halldórs tekur Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hún verður jafnframt staðgengill ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti.