Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna að mati viðskiptatímaritsins Forbes. Er þetta 18. árið í röð sem Gates er ríkastur.Tímaritið metur eignir Gates nú á 59 milljarða dala.

Eignir Gates hækkuðu um 5 milljarða dala milli ára. Hann var ríkasti maður heims árin 1995 til 2009, utan ársins 2008 þegar hann lenti í þriðja sæti.

Fjárfestirinn Warren Buffett er í 2. sæti og eignir hans metnar 39 milljarða dala. Þær lækkuðu um 6 milljarða dala milli ára.

Listinn yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina.

  1. Bill Gates, 59 milljarðar dala
  2. Warren Buffett, 39 milljarðar dala
  3. Larry Ellison, 33 milljarðar dala
  4. Charles Koch, 25 milljarðar dala
  5. David Koch, 25 milljarðar dala
  6. Christy Walton og fjölskylda, 24,5 milljarðar dala
  7. George Soros, 22 milljarðar dala
  8. Sheldon Adelson, 21,5 milljarðar dala
  9. Jim Walton, 21,1 milljarður dala
  10. Alice Walton, 20,9 milljarðar dala

Vinirnir Bill Gates og Warren Buffett.
Vinirnir Bill Gates og Warren Buffett.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Tveir ríkustu menn Bandaríkjanna eru nánir vinir. Bill Gates og Warren Buffett.