Ripple er nú orðin næst stærsta rafmyntin á eftir Bitcoin miðað við markaðsvirði. Ripple hefur hækkað mikið á undanförnum sólarhring eða um rúmlega 50%. Ethereum hefur hingað til verið önnur stærsta rafmyntin en hefur nú misst sæti sitt til Ripple.

Heildarmarkaðsvirði Ripple er nú 86 milljarðir dala en Ether er metið á 73 milljarða í þriðja sæti og Bitcoin 250 milljarða dala.

Haft er eftir forstjóra Ripple, en myntin er rekin af fyrirtæki, að árið 2017 hafi verið ár rafmyntanna og að á því ári hafi engin önnur rafræn eign náð betri ávöxtun en Ripple.