Í fréttatilkynningu frá Rizzo pizzeria kemur fram að opnaður hefur verið nýr veitingastaður að Grensásvegi 10. Veitingastaðurinn skartar  sjö feta eldofni sem er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi.

Ofninn er frá bandaríska framleiðandanum Woodstone einum fremsta pizzu-ofnaframleiðenda í heimi.  Woodstone ofninn sem Rizzo pizzeria valdi er af gerðinni Mount Rainier og afkastar hann um 3000 pizzum á dag. A.Karlsson er umboðsaðili Woodstone ofnanna á Íslandi.


Rizzo pizzeria er í eigu Kristins Gíslasonar, Steingríms Gíslasonar og Gísla Guðmundssonar.  Þeir félagar hafa verið í pizzu-bransanum í fjöldamörg ár - opnuðu sinn fyrsta pizza-stað , Pizzahöllina árið 1996 en seldu það 2001 ,stofnuðu Papinos um sama leyti og seldu það 2005. Fyrsti Rizzo staðurinn var opnaður árið 2004 í Hraunbæ 121 og innan skamms mun Rizzo opna þriðja veitingastaðinn í Bæjarlind  2.