Nokkuð var rólegra um að litast á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag miðað við í gær eftir að dómurinn í Icesave-málinu lá fyrir. Í kjölfar hans var talsverð hreyfing á markaðnum og hækkaði gengi bréfa um allt að þrjú prósent í 1,4 milljarða króna veltu. Til samanburðar voru nokkrar sveiflur á markaðnum og nam veltan rúmum 570 milljónum króna.

Gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 0,5% í tæplega 8,5 milljóna króna veltu. Þá eftir fylgdi gengi bréfa fasteignafélagsins Regins sem fór upp um 0,47%. Þá hækkaði gengi hlutabréfa Haga og Eimskips um 0,2%. Veltan á bak við gengisþróun Eimskips nam tæpum 315,6 milljónum króna og voru það mestu viðskiptin með einstakt félag í Kauphöllinni í dag.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,73% og Vodafone um 0,3%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% og endaði hún í 1.159 stigum.