*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 23. nóvember 2004 17:49

Rólegt var á gjaldeyrismarkaði

Ritstjórn

Rólegt var á gjaldeyrismarkaði í dag og lækkaði gengi krónunnar um 0,08% í litlum viðskiptum. Gengi evrunnar náði sínu hæsta gildi gagnvart dollara og fór í fyrsta skipti yfir 1,3100 en líklegt er talið að Rússar muni auka gjaldeyrisforða sinn með kaupum á evrum. Gull náði 16 ára hámarki í dag og einnig hækkaði olíuverð. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,20 og endaði í 119,30. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 2,3 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3085
USDJPY 103,50
GBPUSD 1,8700
USDISK 66,40
EURISK 87,00
GBPISK 124,20
JPYISK 0,6415
Brent olía 42,90
Nasdaq -0,30%
S&P -0,20%
Dow Jones -0,30%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.