Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,17% í dag og endaði í 1,832 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 39,76%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair, eða um 0,46% í 432 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Eikar hækkaði einnig um 0,13% í 120 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Össurar um 3,26% í aðeins hálfrar milljónar króna viðskiptum. Össur var eina fyrirtækið hvers gengi bréfa lækkaði.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 0,8 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 4,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 0,8 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 3,9 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 3,5 milljarða króna viðskiptum.