*

laugardagur, 6. júní 2020
Innlent 19. maí 2020 16:23

Rólegur dagur í Kauphöllinni

Icelandair bar af lækkunum bréfa Kauphallarinnar, en viðskiptin voru undir milljarði. Marel hækkar áfram.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq

Heildarvelta Kauphallarinnar í dag nam um 916,5 milljónum kóna. Icelandair lækkaði mest eða um 9,09% í 15 milljóna krónu viðskiptum. Bréf félagsins stóðu í 1,8 krónum á hlut við lokun markaða.

Hagar lækkuðu næst mest eða um 3,17% í 55 milljóna krónu viðskiptum en félagið birti ársuppgjör í gær. Þriðja mesta lækkunin voru á bréfum Iceland Seafood sem lækkuðu um 2,26% í 51 milljóna krónu viðskiptum.

Einungis fimm félög Kauphallarinnar hækkuðu í viðskiptum dagsins. Bréf fasteignafélagsins Eikar voru þau einu sem hækkuðu um meira en eitt prósent en bréf þess hækkuðu um 1,35% í 2 milljóna krónu viðskiptum. 

Mestu viðskiptin voru með bréf Marels sem hækkuðu um 0,45% í 269 milljóna krónu viðskiptum og standa nú í 669 krónum á hlut. Næst mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka sem lækkuðu um 1,18% í 150 milljóna krónu viðskiptum.

Íslenska krónan styrktist í dag á móti öllum helstu viðskiptamyntum sínum, utan norsku krónunni. Þannig var lækkun breska sterlingspundins 0,10% á móti krónunni, en evran lækkaði um 0,38%, auk þess sem dollarinn lækkaði um 0,64%.

Stikkorð: Marel Icelandair Kauphöllin