Bandaríski tölvuleikjarisinn Electronic Arts setur í dag íslenska tölvuleikinn The Moogies í dreifingu á netversluninni Apple App Store.

Electronic Arts gefur leikinn út undir merkjum Chillingo, sem hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjunum á Apple App store, eins og Angry Birds og Cut the Rope. Electronic Arts sér einnig um markaðssetningu leiksins á heimsvísu.

Tölvuleikurinn The Moogies er framleiddur af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla sem hefur síðastliðna 12 mánuði unnið að gerð leiksins en að leiknum kemur fjöldi íslenskra listamanna.

Í tilkynningu kemur fram að The Moogies er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára og hægt að spila leikinn á iPhone, iPad og iPod Touch.

Þá segir að leikurinn er framleiddur með það að markmiði að veita börnum örugga, skemmtilega og þroskandi afþreyingu.

Leikurinn er fyrsta leikurinn í röð leikja um Moogies en Plain Vanilla stefnir á að gera Moogies að alþjóðlegu vörumerki sem þroskandi barnaefni.

The Moogies kostar 2,99 Bandaríkjadali í Apple App Store