Mitt Romney er talinn hafa styrkt stöðu sína verulega í nótt, þegar hann sigraði kosningar í New Hampshire um frambjóðendaefni Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Romney fékk 16 prósentustigum fleiri atkvæði en næsti maður. Alls kusu 39% Romney. Sú forysta er mun meira afgerandi en niðurstöðurnar í Iowa í síðustu viku, þegar aðeins munaði 8 atkvæðum milli Romney og næsta frambjóðanda.

Á eftir Romney kom Ron Paul sem hlaut 23% atkvæða og Jon Huntsman Jr. með 17% atkvæða. Næsta kosning fer fram í Suður-Karólínu þann 21. janúar.