Royal Bank of Scotland (RBS) er að undirbúa uppsagnir á 2.300 starfsmönnum sínum samkvæmt frétt Guardian í dag. Var þetta upplýst aðeins klukkutíma eftir að forstjóri bankans Sir Fred Goodwin vitnaði um mál er varða bankakreppuna fyrir nefnd sem skipuð er af fjármálaráðuneytinu.

Royal Bank of Scotland er í 70% eigu skattgreiðenda, starfsmanna og 106.000 annarra einstaklinga í Bretlandi.

Alan Dickinson, forstjóri RBS í Bretlandi segir í samtali við Guardian að slíkra fréttir séu lítt kærkomnar um þessar mundir. „Samt sem áður erum við stöðugt að endurskoða okkar starfsemi til að tryggja að við getum rekið bankann á eins hagkvæman hátt og mögulegt er í núverandi efnahagsumhverfi.”

Greint var frá því í síðasta mánuði að RBS hafi tapað 8 milljörðum punda á fjárfestingabankastarfsemi og 20 milljörðum punda vegna afskrifta í yfirtökum.