Runólfur Ágústsson, lögfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, var í dag dæmdur í Hæstarétti til að endurgreiða SPB hf. (áður Icebank, þar á undan Sparisjóðabankinn) 79 milljónir auk dráttarvaxta.

Slitastjórn SPB hf. krafðist riftunar á greiðslum vegna kaupa bankans á fjárfestingafélagi sem var í eigu Runólfs þann 15 apríl 2008.

Slitastjórnin taldi að umsamið endurgjald fyrir fjárfestingarfélagið hafi verið hærra en verðmæti þess og því hafi greiðslur umfram verðmætið falið í sér gjöf í skilningi 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga.

Taldi Hæstiréttur sannað að svo væri og dæmdi Runólf til að endurgreiða fengnar greiðslur, annars vegar upp á 25 milljónir og hins vegar rúmar 54 milljónir.

Vefritið Eyjan birtir pistil eftir Runólf, þar sem hann fjallar um viðskiptin.