Stjórnvöld í Rússlandi hafa ákveðið að afskrifa skuld Íraka upp á rúma 12 milljarða Bandaríkjadali. Skuldin varð til í valdatíð Saddam Hussien fyrir vopnakaup að því sem segir á fréttavef BBC.

Vegna afskriftarinnar hafa Írakar veitt rússnesku fyrirtækjum, þar á meðal olíurisanum Lukoil, leyfi til að fjárfesta í landinu fyrir 4 milljarða Bandaríkjadali. Reiknað er með að Lukoil fjárfesti í olíulindum í vestur hluta Qurna-héraðs þar sem stærstu olíulindir landsins eru að finna.