Rússar sögðu Íslendingum frá því í Istanbúl í Tyrklandi í síðustu viku að líklega yrði ekkert af Rússaláninu, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Erlendir fjölmiðlar segja frá því í dag að Rússar séu endanlega búnir afskrifa lán til Íslendinga.

Fyrstu fregnir af mögulegu láni Rússa til Íslendinga bárust á haustdögum í fyrra. Í tilkynningu Seðlabankans frá 7. október 2008 var því reyndar haldið fram að lánið væri í höfn.

Síðar kom á daginn að svo væri ekki og hófust þá viðræður  milli íslenskra og rússneskra embættismanna.

Nú liggur hins vegar ljóst fyrir að af því verður ekki.