Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans úr 15% í 14%. BBC News greinir frá þessu.

Bankinn hækkaði stýrivexti í lok síðasta árs úr 12,5% í 17% þegar gjaldmiðill landsins hríðféll í verði á skömmum tíma. Á öllu árinu 2014 rýrnaði virði hans um 46% gagnvart Bandaríkjadal.

Rúblan hefur hins vegar verið að ná stöðugleika undanfarna mánuði og lækkaði seðlabankinn stýrivextina í 15% í janúar síðastliðnum. Hefur bankinn svo lækkað þá aftur núna um 1% í viðbót.