Sérþjálfaðir lögreglumenn hafa leitað eftir hættulegum efnum á heimili rússneska auðkýfingsins Boris Berezorsky í kjölfarið á því að hann fannst látinn á heimili sínum í Berkshire í Englandi. Aðdragandi andláts Berezorsky liggur ekki fyrir en óstaðfestar fregnir hafa borist af því að hann hafi tekið sitt eigið líf. Fjallað er um málið á vef The Guardian.

Berezorsky tapaði fyrir nokkrum mánuðum dómsmáli gegn öðrum rússneskum auðkýfing, Roman Abromovich, en Berezorsky sakaði hann um að hafa svikið samning og að hafa beitt sig fjárkúgun. Málið endaði með því að Berezorsky þurfti að greiða 35 milljónir punda vegna málskostnaðar Abramovich. Berezorsky er sagður hafa glímt við þunglyndi í kjölfar niðurstöðu dómsins og þess skaða sem orðstír hans á að hafa orðið fyrir í kjölfarið.

Berezorsky var í náðinni hjá Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands en flúði Rússland árið 1990. Árið 2001 var hann svo kominn á lista stjórnvalda yfir eftirlýsta glæpamenn.