Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV) og settur útvarpsstjóri, hefur sent austurríska handknattleikssambandinu og Handknattleikssambandi Íslands, þar sem beðist er afsökuna á ummælum sjónvarpsmannsins Björns Braga Arnarsonar í leikhléi á leik Íslands og Austurríkis á EM í Danmörku á laugardag. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis.

Í bréfinu segir að ummælin séu særandi og óviðeigandi Málið sé litið mjög alvarlegum augum og að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Í bréfinu segir jafnframt að Björn Bragi hafi beðist afsökuna á ummælum sínum og geri hann sér fulla grein fyrir alvarleika málsins.

Í bréfinu er jafnframt hlekkur á myndbrot þar sem Björn Bragi biðst afsökunar.