*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Erlent 30. maí 2017 08:55

Ryanair býst við enn frekari verðlækkunum

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair gerir ráð fyrir því að flugfargjöld þess lækki um fimm til sjö prósentustig á næsta ári.

Pétur Gunnarsson
Farþegafjöldi Ryanair jókst um 13 prósentustig.
epa

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair gerir ráð fyrir að lækka flugfargjöld sín á næstunni þó að lækkanirnar verði ekki eins miklar eins og á síðustu tólf mánuðum. Flugfélagið gerir ráð fyrir því að verðin lækki um milli fimm og sjö prósentustiga á næstu tólf mánuðum vegna veikingu sterlingpundsins. Á síðustu tólf mánuðum lækkuðu verð hjá lággjaldaflugfélaginu um 13 prósentustig. 

Þrátt fyrir að bjóða upp á lægri flugfargjöld á liðnu ári hagnaðist flugfélagið um 1,32 milljörðum evra eða því sem nemur um 147,7 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, þar sem að farþegafjöldi Ryanair jukust talsvert á árinu sem leið. Að sögn aðstandenda flugfélagsins eru auknar líkur á hryðjuverkaárásum og útganga Bretlands úr Evrópusambandinu helstu áskoranir flugfélagsins á komandi misserum. Ryanair flýgur 1.800 flug daglega til 33 landa. Að þeirra sögn hefur aukin samkeppni ásamt veikingu pundsins ýtt undir frekar verðlækkanir.

Frá því í júní í fyrra hefur sterlingspundið veikst um 16 prósentustig gagnvart dollaranum, sem hefur þá þýðingu fyrir flugfélagið að þeir miðar sem að flugfélagið selur í Sterlingspundum eru verðminni í evrum, sem að félagið gerir upp í. Þrátt fyrir það varð talsverð farþegafjölgum hjá flugfélaginu sem ýtti undir vöxt félagsins. Farþegum fjölgaði um 13 prósentustig á síðastliðnu ári. Ryanair gerir ráð fyrir því að hagnaður félagsins aukist um 8 prósentustig á næsta ári.