*

fimmtudagur, 27. febrúar 2020
Innlent 20. október 2019 15:02

S9 tapaði 107 milljónum

Fjárfestingafélag Margrétar Ásgeirsdóttur, var rekið með 107 miljóna króna tapaði samanborið við 82 milljóna króna tap árið 2017.

Ritstjórn
Margrét Ásgeirsdóttir athafnakona.
Árni Sæberg

 S9 ehf., fjárfestingafélag Margrétar Ásgeirsdóttur, var rekið með 107 miljóna króna tapaði samanborið við 82 milljóna króna tap árið 2017. Eignir félagsins námu 1,2 milljörðum króna um síðustu áramót en skuldir 1,45 milljörðum en þar af nam lán frá Margréti 1,1 milljarði króna.

Margrét rak Oddsson Hostel í JL húsinu, sem lokað var á síðasta ári. Hún rekur í dag Circle hostel á sama stað auk þess að hafa nýlega opnað Oddsson Hótel á Grensásvegi. S9 tók þátt í skuldabréfaútboði Wow og er hluthafi í Traðarhyrnu, sem stofnað var árið 2017 um fjárfestingu í Icelandair Group.