Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir og var tilkynnt í gær um að félagsfólk hefði samþykkt verkföll á hótelum Íslandshótela. Alls er þó óvíst hvort þessar fyrirhuguðu aðgerðir muni skila félagsfólki Eflingar kjarabótum en Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lýst því yfir að afturvirkni kjarasamninga aftur til 1. nóvember síðastliðins, verði úr sögunni ef verkföll hefjast.

SA hefur nú sett í loftið reiknivél, sem þau kalla Afturvirkniklukku, sem reiknar út hversu miklum tekjum félagsfólk Eflingar verður af tapist afturvirknin.

Miðað við grunnforsendur í reiknivélinni um 600 þúsund króna mánaðarlaun og 13,1% mögulega taxtahækkun í samningi SA og Starfsgreinasambandsins (SGS), er áætlað að Eflingarfélagar verði af 78,6 þúsund króna mánaðarlegri launahækkun sem annað verkafólk í SGS hefur fengið. Uppreiknað frá 1. nóvember nemur tapið 237,7 þúsund krónum.