*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 4. janúar 2019 13:07

SA í viðræðum á mörgum vígstöðvum

Samtök atvinnulífsins funda þessa dagana með ýmsum fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar auk ríkissáttasemjara.

Ritstjórn
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Haraldur Guðjónsson

Um áramótin losnuðu 82 kjarasamningar og því til viðbótar munu 152 samningar losna í mars. Samningaviðræðum Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins (SA), var vísað til ríkissáttasemjara fyrir jól.

Samningsaðilar funduðu með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs og verður næsti fundur miðvikudaginn 9. janúar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að á þeim fundi verði farið yfir kröfugerð stéttarfélaganna, sem og samningsáherslur SA en á fundinum á milli jóla og nýárs fékk ríkissáttasemjari hundruð blaðsíðna af gögnum í hendur.

Samtök atvinnulífsins funda einnig með fleiri félögum um þessar mundir. Í gær var fundað með iðnaðarmönnum og í næstu viku verður fundað með Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna, en síðastnefnda félagið fylgir VR ekki að málum. Reiknað er með að línur í þessum viðræðum muni skýrast á næstu vikum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is