Spár Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands um ca. 2,5% samdrátt í landsframleiðslu munu ekki ganga eftir heldur verður niðurstaðan mun betri eða að ekki verði samdráttur og hugsanlega jafnvel örlítil aukning á landsframleiðslu milli áranna 2009 og 2010.Þetta kom fram í máli Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra SA,, á morgunverðarfundi Samtaka Atvinnulífsins.

"Það er margt að ganga betur en við höldum," sagði Vilhjálmur," og ég er alveg sannfærður um það að þær spár um hagvöxt á þessu ári þar sem talað er um samdrátt í landsframleiðslu, síðast í gær frá Hagstofunni, um daginn frá Seðlabankanum, um 2,5% og 2,9%, að þessar spár muni ekki rætast. Ég er sannfærður um það. Ég er sannfærður um það að ef allt gengur eins og er að ganga núna þá verður við í kringum núllið á þessu ári. Jafnvel aðeins í plús," sagði Vilhjálmur.