*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Erlent 7. apríl 2021 08:31

Sá tekjuhæsti í S&P 500

Forstjóri Paycom Software verður tekjuhæsti forstjóri fyrirtækja sem eru hluti af S&P 500 úrvalsvísitölunni vestanhafs.

Ritstjórn

Forstjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Paycom Software, Chad Richison, hefur skotið mönnum á borð við Elon Musk og Tim Cook ref fyrir rass með því að vera tekjuhæsti forstjóri fyrirtækja sem eru hluti af bandarísku úrvalsvísitölunni S&P 500. WSJ greinir frá.

Launapakki hans á ársgrundvelli hjá Paycom er sagður vera 211 milljóna dala virði og ef allir skilmálar hans ganga upp gætu auðæfi hans því aukist um 2 milljarða dala næsta áratugi. 

Endanlegt virði pakkans veltur á þróun hlutabréfaverðs og ku forstjórinn ekki eiga rétt á kaupaukum nema hlutabréfaverð Paycom ríflega tvöfaldist. 

Stikkorð: S&P 500 tekjur Paycom