SAAB
SAAB
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hovrätten, millidómsstig í Svíþjóð, hefur samþykkt að veita bílaframleiðandanum SAAB Automobile greiðslustöðvun. Þar með er úrskurði héraðsdómsins (Tingsrätten) snúið við og gjaldþroti SAAB forðað í bili en að minnsta kosti tvö stéttarfélög og einn birgir höfðu krafist gjaldþrots þessa fornfræga bílaframleiðanda sem gengið hefur illa að fóta sig á markaðnum undanfarin ár. Victor Muller, hinn hollenski forstjóri og stjórnarformaður SAAB, hefur látið eftir sér hafa að hann sé með kínverska fjárfesta á hliðarlínunni sem geti tryggt rekstur SAAB til frambúðar en þeir séu þó enn að bíða leyfis þarlendra yfirvalda.