Donald Trump, sem býður sig fram sem forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningum til embættis Forseta Bandaríkjanna, mismælti sig í ræðu sinni í gær þegar hann hugðist vísa til hryðjuverkaárasanna á tvíburaturnana í New York borg árið 2001.

Árásirnar eru gjarnan kenndar við dagsetninguna sem þær voru framkvæmdar á, eða þann 11. september - og eru þá kallaðar 9/11 eða nine-eleven.

Trump vildi segja fólkinu sem hlýddi á sig að honum fyndist slökkviliðsmennirnir og sjúkraliðarnir sem aðstoðuðu fórnarlömb árásanna vera hetjur - og vísaði til dagsins sem 7/11 - en það er einnig smásöluverslun sem starfar víða um heim og er kölluð Seven-Eleven.

Trump býður sig fram á móti Ted Cruz og John Kasich, en bráðum verða haldnar forkosningar í New York borg um hvern Repúblikanar í fylkinu vilja að verði frambjóðandi flokksins til embættis Forseta þjóðarinnar.