*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 2. júlí 2020 19:03

Sahara sneri tapi í hagnað

Stafræna auglýsingastofan Sahara hagnaðist um 48 milljónir króna á síðasta ári eftir 24 milljóna króna tap árið áður.

Ritstjórn
Davíð Lúther Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sahara.
Aðsend mynd

Stafræna auglýsingastofan Sahara hagnaðist um 48 milljónir króna á síðasta ári, sem er nokkur viðsnúningur frá fyrra ári er stofan tapaði 24 milljónum króna. Tekjur stofunnar námu 471 milljón króna og jukust um 87 milljónir frá fyrra ári.

Eignir námu 107 milljónum króna í árslok 2019 og eigið fé nam 37 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 35%. Davíð Lúther Sigurðsson er framkvæmdastjóri Sahara, en hann á jafnframt 29% hlut í stofunni.

Stikkorð: Sahara uppgjör