Skiptastjóri tók 50 milljónir króna úr þrotabúi Þreks og skildi eftir 20, að sögn lögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Hann sakar lögmenn um að maka krókinn þegar kemur að uppgjörum þrotabúa.

Í Fréttablaðinu segir frá því að skiptastjóri Þreks hafi  höfðað riftunarmál gegn Birni Leifssyni, eiganda World Class, í kjölfar sölu á rekstri líkamsræktarstöðvarinnar eftir að eignarhaldsfélagið fór í þrot. Eftir að samkomulag náðist var niðurstaðan sú að Björn leysti félagið aftur til sín.

Sigurður segir það tilfinningu sína að verið sé að höfða helst til mikið af málum og verið að reyna að búa til mikið af málum sem séu algjörlega tilgangslaus nema peningar séu í þeim. Þá geti menn lifað sæmilegu lífi á meðan þeir eru með búin.