Sala á nýjum heimilum í Bandaríkjunum dróst saman um 2,5% í maímánuði, að því er fram kemur í nýjum gögnum Viðskiptaráðuneytisins. Þetta er í fimmta skipti á síðustu sex mánuðum sem sala dregst saman á milli mánaða. Meðalverð nýrra heimila nam 231 þúsund Bandaríkjadölum í maí, sem er 5,7% verðlækkun frá því á sama tíma fyrir ári. Sérfræðingar segja litlar sem engar vísbendingar um að botninum sé náð fyrir sölu á nýjum heimilum.