Ef farin verður leið nauðasamninga við uppgjör hluta búanna er lykilatriði að krónuendurheimtur þeirra bætist sem minnst, ef nokkuð, við núverandi stöðu kvikra krónueigna í eigu erlendra aðila. Kom þetta fram í máli Más Guðmundssonar, Seðlabankastjóra, á ársfundi bankans í dag.

„Þá er mikilvægt að hafa í huga að sala á bönkunum á tiltölulega lágu verði til erlendra aðila sem horfa meir til skamms tíma og myndu vilja miklar arðgreiðslur í framhaldinu leysir ekki vandamálið og gæti jafnvel gert það verra.

Segir hann að spurningin snúist ekki um niðurskrift krónueigna eins og ætla mætti af opinberri umræðu um þessi mál heldur hitt hvað sé raunhæft verð eigna og á hvaða gengi þeim verður skipt í erlendan gjaldeyri. „Það veltur á því hverjir vilja kaupa og geta og vilja koma með þann nýja gjaldeyri sem þarf, því hann getur ekki komið af útflutningstekjum þjóðarinnar né gjaldeyrisforða Seðlabankans.“