*

laugardagur, 4. apríl 2020
Innlent 10. mars 2018 16:02

Sala Hirzlunar fimmfaldast

Húsgagnasalinn Hirzlan hagnaðist um 5,7 milljónir króna á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
Hirzlan velti 171 milljón króna á síðasta ári.

Húsgagnasalinn Hirzlan hagnaðist um 5,7 milljónir á rekstrarárinu 2017 sem er nokkur bragarbót frá árinu á undan þegar félagið tapaði 2,5 milljónum. Kemur þetta fram í ársreikningi félagsins. 

Tekjur félagsins tæplega fimmfölduðust frá fyrra ári og námu tæplega 171 milljón króna samanborið við 35 milljónir árið 2016. +

Í lok ársins námu eignir félagsins 83,7 milljónum króna sem er tæplega tvöföldun á milli ára. Skuldir námu 50,7 milljónum króna og eigið fé var tæpar 33 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall félagsins var því rúmlega 39% í lok árs 2017 samanborið við 61,2% árið áður.

Handbært fé félagsins var neikvætt um 2,7 milljónir í byrjun árs og lækkaði um 35,7 milljónir á árinu þannig að handbært fé Hirzlunnar í árslok var neikvætt um 38,4 milljónir króna.

Hirzlan er eigu tveggja einstaklinga, þeirra Leifs Aðalsteinssonar og Stefáns Axel Stefánssonar, sem hvor um sig eiga 50% eignarhlut.

Stikkorð: uppgjör húsgögn Hirzlan