Sala á Volkswagen bílum lækkaði um fimmtung í nóvember, miðað við sama mánuð í fyrra. Lækkunin er rakin til hneykslismálsins þar sem Volkswagen sniðgekk útblástursreglur.

Volkswagen seldi 12.958 bíla í Bretlandi í nóvember sl. miðað við 16.196 í fyrra.

Volkswagen hefur viðurkennt að hneykslismálið hafi áhrif á tæpa 12 milljón bíla um allan heim, forstjóri félagsins sagði af sér. Markaðsvirði félagsins hefur lækkað um tæpan fjórðung og félagið mun þurfa að greiða háar sektir vegna málsins, auk þess sem að félagið þarf að bera mikinn kostnað við lagfæringu ökutækjanna.

Sala á bílum Ford og Vauxhall hefur aukis í kjölfarið um 12,7% og 25,7% í mánuðinum.