Sala nýbygginga dróst saman í Bandaríkjunum í febrúar annan mánuðinn í röð. Samkvæmt tölum frá stjórnvöldum dróst sala einbýlishúsa saman um 3.9% í mánuðinum og hefur ekki verið minni síðan í janúarmánuði árið 2000.

Samdráttur var enn meiri í janúarmánuði en þá dróst salan saman um 15,8% og hafði ekki dregist saman í jafn miklum mæli á einum mánuði í þrettán ár. Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Bandaríkjunum lækkuðu í kjölfar fregna um minni þenslu á fasteignamarkaði við upphaf viðskipta í gær.